• mið. 05. ágú. 2009
  • Landslið

Hópurinn tilkynntur fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi

Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum
Alidkv2008-12-037

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag þá 22 leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi en Ísland leikur sinn fyrsta leik þar 24. ágúst.  Á undan er hinsvegar leikur hér á Laugardalsvelli gegn Serbum í undankeppni HM 2011 en sá leikur fer fram 15. ágúst.

Í hópnum er einn nýliði, Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val en hún er um þessar mundir markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deild kvenna.

Liðið kemur saman til æfinga fimmtudaginn 13. ágúst til undirbúnings fyrir leikinn gegn Serbum.  Liðið heldur svo utan 21. ágúst til Finnlands og mæta Frökkum í Tampere 24. ágúst.

Miðasala á leik Íslands og Serbíu hófst í dag og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  MIðaverð er 1.000 krónur fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. 

Leikurinn við Serba er lokahnykkurinn í löngu og ströngu ferli hjá kvennalandsliði okkar.  Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta á Laugardalsvöllinn, laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00, til þess að hvetja liðið í hörkuleik og senda stelpurnar með góða strauma í farteskinu til Finnlands.

Við erum öll í íslenska landsliðinu!!!

Hópurinn

Leikur við Serba