• fös. 06. nóv. 2009
  • Leyfiskerfi

ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum fyrir 2010

ÍR
irgif

Þótt leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 hefjist ekki fyrr en 15. nóvember næstkomandi eru mörg félög komin á fullt í vinnu við undirbúning leyfisumsóknar.  Í dag, föstudag, gerðist það hins vegar að ÍR-ingar skiluðu leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild sumarið 2010.  Þess ber að geta að lokaskiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar.  Aldrei fyrr hefur leyfisumsækjandi skilað gögnum svo snemma, og það áður en eiginlegt leyfisferli hefst! 

Gögnin sem ÍR skilaði nú snúa að knattspyrnulegum þáttum, uppeldi ungra leikmanna, starfsfólki og stjórnun (ráðningarsamningar) og lagalegum þáttum.

ÍR er eru þar með lang fyrstir til að skila gögnum fyrir 2010.  Eða hvað?  Eru kannski einhver önnur félög á leiðinni?  Fylgist með hér á vefnum ...