• fös. 15. jan. 2010
  • Leyfiskerfi

Rauðir og hvítir baráttumenn úr Kópavogi!

HK
HK

Við erum rauðir
Við erum hvítir
Við erum baráttumenn
Komum úr vogi
Kenndir við Kópa
Stöndum saman, HK-menn
HK-menn!!

Svona er texti HK-söngsins, en HK hefur nú skilað fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild akrla 2010.  Þar með eiga aðeins fjögur félög í 1. deild eftir að skila gögnum - ÍA, Leiknir R., Víkingur R. og Þróttur R.

Lokaskiladagur þessara gagna er í dag, föstudaginn 15. janúar.  Fylgist með réttum af skilum hér á ksi.is.  Fjárhagslegum gögnum er síðan skilað eigi síðar en 20. febrúar.

Þau gögn sem leyfisumsækjendur eiga að skila eigi síðar en 15. janúar snúa að knattspyrnulegum þáttum (þjálfun og uppeldi ungra leikmanna), mannvirkjaþáttum (eignarréttur aðstöðu eða samningur um notkun, aðstaða áhorfenda, fjölmiðla og iðkenda), starfsfólki og stjórnun (starfslýsingar, ráðningarsamningar, menntun og reynsla) og lagalegum forsendum (lagalegur grundvöllur félags).

Minnt er á neðangreint úr leyfisreglugerðinni:

b) Tímamörk ekki uppfyllt.

Ef leyfisumsækjandi uppfyllir ekki sett tímamörk um framlagningu leyfisgagna skal hann sæta viðurlögum.  Við ákvörðun þeirra skal taka mið af því hve alvarlegt brotið er.  Eftirfarandi viðurlögum er hægt að beita:

-  Viðvörun og sekt; við fyrsta brot skal beita dagsektum að upphæð kr 1.500 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr 30.000.

-  Áminning og sekt; við ítrekað brot skal skal beita dagsektum að upphæð kr 3.000 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr 60.000.

-  Stigatap; við alvarlegt og ítrekað brot er jafnframt heimilt að draga allt að 3 stig frá félaginu í deildarkeppninni.

Ítrekunarkvöð fellur niður ef tímamörk hafa verið uppfyllt í 3 ár samfleytt.