• mán. 01. feb. 2010
  • Fræðsla

Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR

KR
KR2009

Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. 

Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi. Evrópusamtök Special Olympics og UEFA hafa byggt upp samstarf á sviði knattspyrnu fyrir fatlaða og en óskað var eftir því að aðildarlönd samtakanna starfi með knattspyrnusamböndum í hverju landi að þessu verkefni.

Miðvikudaginn 3. febrúar hefjast  knattspyrnu æfingarnar fyrir fatlaða og þroskahefta, æft verður á miðvikudögum kl. 18.00 -18.50. Æfingarnar fara fram í íþróttsal KR , æfingarnar eru fyrir 16 ára og yngri.

Jafnframt verður reynt að stuðla að því að þeir sem þess óska geti verið á æfingum með sínum jafnöldrum. Meginmarkmið er að skapa valkost sem gerir fötluðum og þroskaheftum börnum og unglingum kleift að vera virkir þátttakendur á æfingum hjá almennu knattspyrnufélagi og leika undir merkjum þess félags.

Nánari upplýsingar gefa Rúnar Kristinsson í síma: 510-5306, e-mail rkr@kr.is  og Stefán Arnarson í síma: 510-5310 og e-mail stefan@kr.is