• þri. 23. mar. 2010
  • Leyfiskerfi

Þrjú félög í 1. deild uppfylla einnig allar lykilkröfur í Pepsi-deild

ÍA, HK og Víkingur R.
ia-hk-vikingur

Þrjú félög í 1. deild karla uppfylla ekki eingöngu allar lykilkröfur leyfisreglugerðarinnar fyrir félög í 1. deild, heldur uppfylla þau einnig allar lykilkröfur fyrir félög í Pepsi-deildinni 2010.  Þessi félög eru HK, ÍA og Víkingur R.  Þessi félög leika nú þegar á leikvöngum sem uppfylla allar mannvirkjakröfur Pepsi-deildar. 

Aðlögunarfrestur fyrir þau félög sem leika á leikvöngum er uppfylla ekki allar kröfur fyrir leikvang í efstu deild er til upphafs keppnistímabilsins 2012, gegn því að ákveðin bráðabirgðaskilyrði séu uppfyllt.  Þróttur R. og Fjölnir, sem féllu úr Pepsi-deildinni 2009, eru á meðal félaga sem leika á leikvöngum sem uppfylla þau bráðabirgðaskilyrði.