• mán. 13. des. 2010
  • Leyfiskerfi

Keflvíkingar þriðja félagið til að skila leyfisgögnum

Keflavík
230

Keflavík hefur skilað leyfisgögnum sínum öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011.  Þar með hafa þrjú félag skilað gögnum, allt Pepsi-deildarfélög.  Keflvíkingar voru einnig þriðja félagið í þeirri deild til að skila gögnum fyrir síðasta keppnistímabil.

Þau gögn sem skilað er nú, og reyndar er skilafresturinn til 15. janúar, snúa m.a. að menntun þjálfara, mannvirkjum, lagalegum þáttum og uppeldi ungra leikmanna.  Félögin skila inn gögnum, leyfisstjórn fer yfir þau og gerir tillögur að nauðsynlegum úrbótum, þar sem við á.