• þri. 14. des. 2010
  • Leyfiskerfi

Þriðjungur Pepsi-deildar félaga hefur skilað leyfisgögnum

KR
kr_merki

KR-ingar skiluðu fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2011, öðrum en fjárhagslegum, á mánudag.  Þar með hefur þriðjungur Pepsi-deildar félaga skilað gögnum, en áður höfðu Grindavík, Valur og Keflavík skilað.

Þau gögn sem skilað er nú snúa að þáttum eins og uppeldisáætlun ungra leikmanna, menntun og hæfni starfsmanna, lagalegum þáttum og mannvirkjaþáttum.  Leyfisstjórn fer yfir gögnin þegar félögin skila, gerir athugasemdir, og vinnur með félögunum að úrbótum.

Ekkert 1. deildar félag hefur enn skilað gögnum.