• fös. 14. jan. 2011
  • Leyfiskerfi

Fram, ÍBV, ÍR og Selfoss skiluðu leyfisgögnum

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Framarar, Selfyssingar, Eyjamenn og ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þar með hafa þrjú 1. deildarfélög skilað, en KA skilaði í fyrstu viku ársins.  Níu Pepsi-deildarfélög hafa þá skilað (Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, Grindavík, ÍBV, Keflavík, KR og Valur).

Lokaskiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, er mánudagurinn 17. janúar.  Vakin er athygli á því að félögum er heimilt að setja gögn í póst þann dag og ef póststimpillinn sýnir 17. janúar 2011 telst viðkomandi félag hafa skilað innan tímamarka, þó gögnin berist síðar.