• mán. 17. jan. 2011
  • Leyfiskerfi

Öll Pepsi-deildarfélögin hafa skilað

Pepsi-deildin
Pepsi-deild-2010-portrett-blatt

Öll félög í Pepsi-deild karla hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í deildinni 2011.  Stjarnan og Víkingur R. skiluðu gögnum sínum í dag, mánudag, og gögn Þórs bárust með pósti, en þau voru stimpluð á póstinum 13. janúar og telst það því skiladagur gagnanna.

Um er að ræða gögn sem snúa að öllum þáttum leyfiskerfisins nema fjárhagslega hlutanum, en skiladagur þeirra gagna er 21. febrúar.  Leyfisstjórn mun nú yfirfara gögnin, gera viðeigandi athugasemdir og vinna að úrbótum með félögunum þar sem við á.