• mið. 19. jan. 2011
  • Leyfiskerfi

Gögn frá þremur félögum komin með pósti

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Leyfisgögn frá þremur félögum í 1. deild bárust skrifstofu KSÍ með póstinum á þriðjudag.  Póststimpillinn á öllum sendingunum sýndi að sendingardagur var 17. janúar, og því teljast þessi félög hafa skilað innan tímamarka.  Félögin þrjú eru BÍ/Bolungarvík, sem undirgengst nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, ÍA og Víkingur Ólafsvík.  Þar með hafa öll félög í 1. deild skilað leyfisgögnum, innan tímamarka.

Gögnin sem leyfisumsækjendur skila í janúar snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum, en Víkingar í Ólafsvík gera gott betur en það og skila fjárhagsgögnum líka.  Það hefur aldrei áður gerst í sögu leyfiskerfisins að félag skil fjárhagsgögnum, og þar á meðal endurskoðuðum ársreikningi, í janúar.

Leyfisstjórn stefnir á að ljúka fyrstu yfirferð gagna um miðja næstu viku, og í framhaldinu verður unnið að úrbótum með félögunum, þar sem við á.

Lokaskiladagur fjárhagsgagna er síðan 21. febrúar og leyfisráð kemur saman til ákvarðanatöku í byrjun mars.