• mán. 22. ágú. 2011
  • Fræðsla
  • Dómaramál

Íslandsleikarnir fara fram 18. september

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2011
islandsleikar2011

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi Special Olympics við KSÍ, Íþróttafélag fatlaðra og knattspyrnufélagið Víking.

Dagskrá sunnudaginn 18. september

kl. 10.00 – 13.00: Frjálsar íþróttir - Frjálsíþróttahöllin í Laugardal
kl. 13.30 – 16.00: Knattspyrna - Knattspyrnuvöllur Víkings í Fossvogi

Keppt verður í fyrsta skipti í blönduðum liðum -  Unified football - þar sem eru fatlaðir og ófatlaðir í hverju liði. Keppt er í 7 manna liðum og koma 4 frá aðildarfélögum ÍF og 3 frá knattspyrnufélaginu Víkingi.

Skráningablöð fyrir leikana hafa verið send til aðildarfélaga ÍF en skilafrestur er til föstudagsins 9. september.

Special Olympics á Íslandi og KSÍ eru að undirbúa frekara samstarf við Ösp og Víking við að kynna Unified football á Íslandi.  Verkefnið verður kynnt nánar síðar.