• fös. 02. des. 2011
  • Fræðsla

Góð staða á menntun þjálfara

Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011
KSI-A-thjalfarar-2011

Staðan á menntun þjálfara í Pepsi-deildum karla og kvenna hefur líklega aldrei verið betri.  Í dag uppfylla 20 þjálfari af 22 þá kröfu sem Knattspyrnusamband Íslands gerir um menntun þjálfara í viðkomandi deildum.  En krafa KSÍ er sú að þjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna skulu hafa UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu.

 

Útlitið er sömuleiðis gott þegar litið er til 1. deildar karla en sama krafa er gerð um menntun þjálfara í þeirri deild.  Allir 12 þjálfarar liðanna í 1. deild karla eru annað hvort með UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu, auk þess sem allir eru með sína þjálfaragráðu í gildi. En það er svo að allir þjálfarar með KSÍ B þjálfaragráðu, KSÍ A þjálfaragráðu og UEFA Pro þjálfaragráðu þurfa að sýna fram á 15 tíma í endurmenntun á þriggja ára fresti til að viðhalda réttindum sínum.

 

Þjálfarar í PD karla 2012

 

Nafn

Félag

Menntun

1

Ólafur Kristjánsson

Breiðablik

KSÍ A gráða

2

Heimir Guðjónsson

FH

KSÍ A gráða

3

Þorvaldur Örlygsson

Fram

UEFA Pro gráða

4

Ásmundur Arnarsson

Fylkir

KSÍ A gráða

5

Guðjón Þórðarson

Grindavík

UEFA Pro gráða

6

Þórður Þórðarson

ÍA

KSÍ A gráða

7

Magnús Gylfason

ÍBV

KSÍ A gráða

8

Zoran Daníel Ljubicic

Keflavík

KSÍ A gráða

9

Rúnar Kristinsson

KR

KSÍ A gráða

10

Logi Ólafsson

Selfoss

KSÍ A gráða

11

Bjarni Jóhannsson

Stjarnan

KSÍ A gráða

12

Kristján Guðmundsson

Valur

KSÍ A gráða

Þjálfarar í PD kvenna 2012

1

John Andrews

Afturelding

KSÍ I

2

Hlynur Svan Eiríksson

Breiðablik

KSÍ A gráða

3

Helena Ólafsdóttir

FH

KSÍ A gráða

4

Jón Páll Pálmason

Fylkir

KSÍ A gráða

5

Jón Ólafur Daníelsson

ÍBV

KSÍ A gráða

6

Jón Þór Brandsson

KR

KSÍ A gráða

7

Björn Kristinn Björnsson

Selfoss

KSÍ B gráða og V. stig

8

Þorlákur Már Árnason

Stjarnan

KSÍ A gráða

9

Gunnar Rafn Borgþórsson

Valur

KSÍ A gráða

10

Jóhann Kristinn Gunnarsson

Þór/KA

KSÍ A gráða

Þjálfarar í 1.deild karla 2012

1

Jörundur Áki Sveinsson

BÍ/Bolungarvík

KSÍ A gráða

2

Ágúst Þór Gylfason

Fjölnir

KSÍ A gráða

3

Ólafur Jóhannesson

Haukar

KSÍ A gráða

4

Eysteinn Húni Hauksson

Höttur

KSÍ A gráða

5

Andri Marteinsson

ÍR

KSÍ A gráða

6

Gunnlaugur Jónsson

KA

KSÍ A gráða

7

Willum Þór Þórsson

Leiknir

UEFA Pro gráða

8

Halldór Jón Sigurðsson

Tindastóll

KSÍ A gráða

9

Ejub Purisevic

Víkingur Ó.

KSÍ A gráða

10

Ólafur Þórðarson

Víkingur R.

KSÍ A gráða

11

Páll Viðar Gíslason

Þór

KSÍ A gráða

12

Páll Einarsson

Þróttur R.

KSÍ A gráða