• mið. 04. apr. 2012
  • Leyfiskerfi

Fimm leikvangar félaga heimilaðir sérstaklega með samþykkt stjórnar KSÍ

Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði
Kaplakriki_001

Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn var samþykkt sérstaklega að heimila fimm leikvanga fyrir leyfisumsóknir félaganna sem þar leika, með ákveðnum skilyrðum vegna framfara varðandi aðstöðu áhorfenda.

Samþykkt stjórnar KSÍ frá 8. mars:

„Mannvirkjamál og vallarleyfi.  Stjórn KSÍ samþykkir að heimila eftirfarandi leikvanga fyrir leyfisumsóknir aðildarfélaga fyrir keppnistímabilið 2012 með því skilyrði að framfarir verði í aðstöðu áhorfenda eins fljótt og kostur er:

Leikvangur                             Félag
Akureyrarvöllur                     KA
Fylkisvöllur                            Fylkir
Hásteinsvöllur                        ÍBV
Ísafjarðarvöllur                      BÍ/Bolungarvík
Selfossvöllur                           Selfoss

Framkvæmdastjóra KSÍ er falið að setja hverju aðildarfélagi skilyrði um framfarir og fylgjast með að útbætur verði gerðar.“

Viðkomandi félögum hafa síðan verið kynntar nauðsynlegar úrbætur og eru þær sem hér segir:

KA fær heimild til að leika á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:

  • sett verði upp a.m.k. 300 aðskilin sæti fyrir áhorfendur sem fyrst og eigi síðar en 15. júlí 2012.

Fylkir fær heimild til að leika á Fylkisvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:

  • 1) sett verði upp a.m.k. 270 aðskilin sæti í núverandi áhorfendastæðum fyrir fyrsta heimaleik þann 6. maí 2012. Heildarfjöldi sæta á vellinum verði því að lágmarki 830 í upphafi tímabils 2012.
  • 2) fyrir keppnistímabilið 2013 verði skilyrðum um sætafjölda skv. mannvirkjaákvæðum leyfiskerfis KSÍ fullnægt.
  • 3) fyrir liggi samþykkt áætlun um framkvæmdir á áhorfendaaðstöðu þannig að skilyrðum mannvirkjareglugerðar KSÍ verði fullnægt sem fyrst. Áætlun liggi fyrir í síðasta lagi 15. júlí 2012.

ÍBV fær heimild til að leika á Hásteinsvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:

  • 1) sett verði upp a.m.k. 200 aðskilin sæti til viðbótar þeim sem þegar eru til staðar (heildarfjöldi nái a.m.k. 700 sætum) sem fyrst og eigi síðar en fyrir fyrsta heimaleik þann 10. maí nk.
  • 2) fyrir liggi samþykkt áætlun um framkvæmdir á áhorfendaaðstöðu þannig að skilyrðum mannvirkjareglugerðar KSÍ verði fullnægt fyrir keppnistímabilið 2013. Áætlun liggi fyrir í síðasta lagi 15. júlí 2012.

BÍ/Bolungarvík fær heimild til að leika á Torfnesvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:

  • sett verði upp a.m.k. 300 aðskilin sæti fyrir áhorfendur sem fyrst og eigi síðar en 15. júlí 2012.

Selfoss fær heimild til að leika á Selfossvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:

  • fyrir liggi samþykkt áætlun um framkvæmdir á áhorfendaaðstöðu þannig að skilyrðum mannvirkjareglugerðar KSÍ verði fullnægt fyrir keppnistímabilið 2013. Áætlun liggi fyrir í síðasta lagi 15. júlí 2012.