• mán. 09. júl. 2012
  • Landslið

U16 kvenna - Naumt tap gegn Finnum

U16-kvenna-byrjunarlidid
U16-kvenna-byrjunarlidid

Stelpurnar í U16 léku sinn fyrsta leik í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi.  Mótherjarnir voru frá Finnlandi og höfðu þær finnsku betur, 0 - 1, og kom markið í fyrri hálfleik.

Finnska liðið byrjaði leikinn betur og áttu m.a. stangarskot áður en þær komust yfir á 24. mínútu.  Íslenska liðið fékk þó sín tækifæri einnig í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari höfðu þær undirtökin í leiknum en náðu ekki að skora þetta jöfnunarmark.

Næsti leikur liðsins á mótinu er strax á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið við Svía.  Sænska liðið vann Frakka í hinum leik riðilsins í dag, 1 - 0, en leikurinn á morgun hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Leikskýrsla

Heimasíða mótsins

 

U16-kvenna-byrjunarlidid