• fim. 12. júl. 2012
  • Landslið

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum

U16-gegn-Svithjod
U16-gegn-Svithjod

Stelpurnar í U16 leika síðasta leik sinn í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins í dag þegar þær mæta Frökkum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrirliði

Hægri bakvörður: Heiðdís Sigurjónsdóttir

Vinstri bakvörður: Hrafnhildur Hauksdóttir

Miðverðir: Steinunn Sigurjónsdóttir og Elma Lára Auðunsdóttir

Tengiliðir: Andrea Rán S. Hauksdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir og Bergrún Linda Björgvinsdóttir

Hægri kantur: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir

Vinstri kantur: Sigríður María S. Sigurðardóttir

Framherji: Katrín Rúnarsdóttir

Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum naumlega, báðum 0 - 1, fyrir Finnum og Svíum.  Frakkar töpuðu einnig gegn Svíum, 0 - 1, en lögðu Finna 5 - 1.  Leikið verður svo um sæti á laugardaginn.

Riðillinn