• mán. 01. okt. 2012
  • Landslið

U17 karla - Tveggja marka tap gegn Noregi

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U17 töpuðu í dag gegn jafnöldrum sínum frá Noregi en leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Möltu.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Norðmenn sem leiddu með einu marki í leikhléi.

Þar með er ljóst að íslenska liðið kemst ekki áfram í milliriðla en strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik gegn Portúgal á laugardaginn.  Síðasti leikur Íslands í riðlinum er gegn heimamönnum í Möltu sem fram fer á fimmtudaginn.

Staðan í riðlinum