• mán. 08. okt. 2012
  • Landslið

Gunnar Heiðar ekki með gegn Albaníu og Sviss

Gunnar Heiðar Þorvaldsson
gunnar-heidar-thorvaldsson

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss af persónulegum ástæðum.  Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu.

Gunnar Heiðar hefur leikið vel með liði Norrköping og er á meðal markahæstu leikmanna sænsku deildarinnar.  Hann á að baki 23 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 5 mörk.