• mið. 10. okt. 2012
  • Landslið

Ný verkefni fyrir U16 karla og kvenna á næsta ári

UEFA
uefa_merki

Knattspyrnusamband Evrópu hefur hrint af stað nýju verkefni fyrir landslið U16 karla og kvenna og hefur það göngu sína á næsta ári.  Um er að ræða vináttulandsleiki sem settir eru upp á milli fjögurra þjóða og verður leikið í Wales á næsta ári, dagana 11. - 19. apríl.

Þjóðirnar sem taka þátt í þessu "móti" eru: Ísland, Wales, Norður Írland og Færeyjar og leika strákarnir dagana 11. 12. og 14. apríl en hjá stelpunum 16. 17. og 19. apríl.  Með þessum verkefnum vonast UEFA eftir að þessi aldursflokkur fái fleiri verkefni og öðlist meiri reynslu á alþjóðlegum vettvangi sem nýtist þeim til framtíðar.

Leikmenn sem fæddir eru 1. janúar 1997 og síðar eru gjaldgengir í þessi verkefni á næsta ári.