• þri. 30. okt. 2012
  • Leyfiskerfi

Framlag til félaga vegna leyfiskerfis hækkað

Ldv_2010_Atburdir-214
Ldv_2010_Atburdir-214

Á fundi stjórnar KSÍ þann 25. október sl. var samþykkt að hækka þær fjárhæðir sem félög er undirgangast leyfiskerfið fá, en með því er verið að bregðast við óskum er fram komu á fundum með aðildarfélögum fyrr á þessu ári. 

Samþykkt stjórnar gerir ráð fyrir að félög í Pepsi-deild karla fái kr. 1.000.000 og félög í 1. deild karla fái kr. 750.000.  Heildarfjárhæð sem greidd er út vegna leyfiskerfis hækkar því úr 12 milljónum króna í 21 milljón króna árið 2013.

Fjárhæðinni er fyrst og fremst ætlað að standa undir þeim kostnaði sem félögin verða fyrir vegna endurskoðunar og gerðar ársreikninga félaganna.