• fös. 15. feb. 2013
  • Leyfiskerfi

Fimmta skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga

Skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga
fifth-benchmarking-report-FY2011

Nýverið gaf UEFA út sína fimmtu árlegu skýrslu um fjárhagsstöðu félaga í Evrópu - The European Club Licensing Benchmarking Report - Financial Year 2011".  Skýrslan er mjög ítarleg og mörgum áhugaverðum spurningum er velt upp, ekki eingöngu fjárhagslegum.

Hægt er að bera saman ýmsa tölfræði milli landa innan UEFA enda er þarna um að ræða ítarlega greiningu á þeim 670 féalgsliðum sem leika í efstu deildum í Evrópu.  Mikið er um myndræna framsetningu, sem gerir lesturinn enn áhugaverðari.

Frétt af uefa.com

Skýrslan sjálf (PDF)

Meðal áhugaverðra punkta í skýrslunni:

  • Fjórðungur félaga í efstu deildum í Evrópu eru eigendur þeirra leikvanga sem þau keppa á og þriðjungur á sín eigin æfingasvæði.  Önnur félög leigja aðstöðuna, annað hvort af ríki eða sveitarfélagi, eða af einkaaðilum.
  • Samanburður er gerður á aðsóknartölum milli heimsálfa og Evrópa hefur þar vinninginn, bæði hvað varðar hæstu meðalsókn (Þýskaland) og hæstu meðalaðsókn einstakra félaga (Borussia Dortmund).
  • Listað er upp hlutfall launa af heildarútgjöldum félaga í efstu deildum í öllum löndunum.  Ísland er þar nærri miðju með 67%, en meðaltalið er 65%.

Annars er um að gera að kíkja á skýrsluna og gleyma sér aðeins við lesturinn.