• fim. 21. feb. 2013
  • Leyfiskerfi

21 félag hefur skilað fjárhagsgögnum

Ldv_2010_Atburdir-279
Ldv_2010_Atburdir-279

Skilafrestur fjárhagslegra leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013 var 20. febrúar.  Þrjú félög (Völsungur, Þór og Þróttur R.) fengu framlengdan frest til að skila sínum gögnum, en 21 félag skilaði innan tímamarka.

Þau gögn sem félögin skila eru staðfestir ársreikningar með viðeigandi áritunum endurskoðanda og stjórnenda félaganna, auk ýmissa fylgigagna og staðfestinga, s.s. gögn um skuldastöðu vegna opinberra gjalda og við lífeyrissjóði, auk staðfestinga á engum vanskilum vegna félagaskipta og launa- eða verktakagreiðslna við leikmenn, þjálfara og aðra lykilstarfsmenn.

Leyfisstjórn fer nú yfir gögnin, gerir athugasemdir þar sem við á og vinnur með viðkomandi félögum að úrbótum á gögnunum áður en umsóknir um þátttökuleyfi fara fyrir leyfisráð í byrjun mars.