• fös. 15. nóv. 2013
  • Landslið

Magnaður stuðningur áhorfenda í kvöld

Tolfan
Tolfan

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður.  Frá því löngu fyrir leik voru áhorfendur byrjaðir að hvetja og það hélt áfram allan leikinn og rúmlega það.  Stórkostleg stemning sem lengi verður í minnum höfð.

Stuðningssveitin Tólfan gaf sannalega tóninn og allir aðrir vallargestir fylgdu með.  Öllum áhorfendum er þakkað fyrir þeirra stóra framlag til leiksins í kvöld.  Svo sannarlega eitthvað sem allir leikmenn og aðrir í kringum liðið, kunna svo sannarlega að meta.