• þri. 11. nóv. 2014
  • Landslið

Byrjunarlið A karla gegn Belgum

Karlalandsliðið í Belgíu
20141111_115813_resized

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa opinberað byrjunarlið sitt fyrir vináttuleikinn gegn Belgum í Brüssel í kvöld, miðvikudagskvöld.  Nokkuð er um breytingar frá mótsleikjunum þremur sem liðið hefur leikið í undankeppni EM 2016 og er því um að ræða kjörið tækifæri fyrir leikmenn til að láta ljós sitt skína.  


Stillt er upp í leikaðferðina 4-4-2 sem fyrr.  Aðeins tveir leikmenn sem hafa byrjað alla leikina í undankeppni EM byrja í kvöld, fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson.  Hörður Björgvin Magnússon, sem leikur með Cesena á Ítalíu, leikur sinn fyrsta A-landsleik.  Framherjaparið er ekki af verri endanum - markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar frá síðasta tímabili og markakóngur norsku deildarinnar í ár.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2)

Markvörður

Ögmundur Kristinsson

Hægri bakvörður

Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður

Hörður Björgvin Magnússon

Miðverðir

Hallgrímur Jónasson og Ragnar Sigurðsson

Hægri kantmaður

Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

Jóhann Berg Guðmundsson

Tengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Helgi Valur Daníelsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson