• þri. 11. nóv. 2014
  • Landslið

Landsliðið komið til Brussel

Frá æfingu í Brussel
aefing-brussel-2014

Leikmenn A landsliðs karla komu til Brussel í Belgíu á nánudag, en att verður kappi við heimamenn í vináttulandsleik á miðvikudag.  Æft var á keppnisvellinum sama dag og liðið kom saman, King Bauduoin Stadion, sem er gamli Heysel-leikvangurinn.  Leikið var á honum í úrslitakeppni EM 2000, sem fram fór í Belgíu og Hollandi, og tekur hann rúmlega 50 þúsund manns í sæti.  Ekki er búist við fullum velli á miðvikudag, en þó góðri aðsókn. 

Allir leikmenn Íslands tóku þátt í æfingunni á mánudag, mismikið þó eins og venjan er á fyrstu æfingu þegar liðið kemur saman, enda léku flestiir með sínum liðum um helgina, jafnvel 90 mínútur á sunnudeginum.