• mán. 12. jan. 2015
  • Leyfiskerfi

Fundað með endurskoðendum félaga um leyfismál

Fundað með endurskoðendum um leyfismál
20150109_131715

Í síðustu viku var haldinn vinnufundur fyrir endurskoðendur þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Um er að ræða árlegan janúarfund, þar sem farið er yfir breytingar á leyfisreglugerð milli ára, sem og áhersluatriði og hagnýta þætti.

Fundað var í höfuðstöðvum KSÍ og sóttu fulltrúar 12 félaga af þeim 24 sem undirgangast kerfið þennan fund.  

Fundað með endurskoðendum um leyfismálÓmar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, fór yfir hagnýt atriði, Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, kynnti breytingar á reglugerðinni milli ára, og Björn Ingi Victorsson frá Deloitte, sérfræðingur leyfisstjórnar í fjárhagslegum þáttum leyfiskerfisins, fór í gegnum sértæka þætti í fjárhagslegum leyfisgögnum.  Hér að neðan má að skoða kynningar frá fundinum.