• fim. 19. mar. 2015
  • Leyfiskerfi

6 þátttökuleyfi samþykkt af leyfisráði

Throttur
Throttur

Leyfisráð hefur samþykkt umsóknir þeirra 6 félaga sem gefinn var vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins þann 11. mars.  Ráðið yfirfór stöðu hvers félags um sig og fylgigögn með leyfisumsóknum og hafa þá þátttökuleyfi allra 24 umsækjenda verið samþykktar.  Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfið hafa þar með fengið útgefið þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2015.

Leyfiskerfi - 2015:  Ákvarðanir 19. mars 
Félag Ákvörðun Athugasemd
BÍ/Bolungarvík Samþykkt 
FH Samþykkt 
Grótta Samþykkt 
Haukar Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
ÍBV Samþykkt 
Valur Samþykkt 

Grein 22 - Dómgæsla og knattspyrnulögin

Haukar uppfylltu ekki grein 22.  Enginn fulltrúi félagsins sótti fund KSÍ um dómgæslu og knattspyrnulögin á árinu 2014 og enginn sambærilegur fundur var haldinn á vegum félagsins.  Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.