• fim. 10. des. 2015
  • Fræðsla

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum

Fundur um hagr urslita

Næstkomandi þriðjudag, 15. desember, mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu. 

Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12:00 og stendur í um klukkustund.  

ÍSÍ hefur ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum undirritað sameiginlega yfirlýsingu um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum (match fixing). 

Þá hefur samningur Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum verið undirritaður fyrir Íslands hönd. Einnig hefur mennta-og menningarmálaráðuneytið skipað vinnuhóp til að gera tillögur að vinnulagi og hvernig alþjóðasamningum verði best framfylgt.   

Þeir Pétur Hrafn og Þorvaldur hafa kynnt sér þessi mál hérlendis og erlendis en margs er að varast og ekki hægt að fullyrða að það séu einhverjar íþróttagreinar undanskildar þessari vá. 

  Skráning á hádegisfundinn er á skraning@isi.is og er þátttaka ókeypis.