• fim. 19. maí 2016
  • Fræðsla

130 manns hlýddu á umfjöllun um borgirnar og leikstaðina á EM

Supufundur-18mai-2016---Frakkland---0021

Það er óhætt að segja að aðsókn hafi verið góð á 19. súpufundi KSÍ sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli miðvikudaginn 18. maí.

Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, St. Etienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum.

Erindið var tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. Beðist er velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins. En það lagast fljótt.

Myndband frá fundinum:  https://vimeo.com/167130121