• þri. 11. okt. 2016
  • Fræðsla

Arnar Bill útskrifast með UEFA PRO gráðu

Arnar Bill Gunnarsson

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, útskrifaðist nýlega með UEFA PRO þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. 

Arnar hóf námið í janúar 2015 ásamt 23 öðrum þjálfurum. Námið er viðamikið eins og gefur að skilja en meðal þess sem fjallað er um er; Leiðtogaefni, samskipti við leikmenn, stjórnarmenn, stuðningsmenn og fjölmiðla, leikgeining og fjármál. 

Arnar hóf námið í janúar 2015 ásamt 23 öðrum þjálfurum. Námið er viðamikið eins og gefur að skilja en meðal þess sem fjallað er um er; Leiðtogaefni, samskipti við leikmenn, stjórnarmenn, stuðningsmenn og fjölmiðla, leikgeining og fjármál. Hann er sjöundi íslenski þjálfarinn sem útskrifast með gráðuna frá enska sambandinu, en gott samstarf er milli knattspyrnusambandanna varðandi þjálfaramenntun. 

KSÍ óskar Arnari innilega til hamingju með áfangann.