• þri. 01. nóv. 2016
  • Fræðsla

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi

20161014_193251

12.-18. október síðastliðinn fór fram KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi. Námskeiðið var einstakt að því leiti að einungis kvennkyns þjálfarar voru þátttakendur en UEFA er þessi misserin með aðgerðir til að fjölga konum í þjálfun og var þetta námskeið liður í því verkefni.

Áhersla er lögð á leikgreiningu og áætlanagerð á KSÍ VI námskeiðinu. Í raun hófst námskeiðið í september með helgarnámskeiði í leikgreiningu á tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna. Og því lýkur ekki fyrr en í desember þegar þjálfararnir skila verkefni í áætlanagerð.

Í Noregi fékk hópurinn gott aðgengi að bæði kvennaliði Stabæk og kvennaliði Lilleström. Hjá Stabæk er Vanja Stefanovic aðstoðarþjálfari en Vanja lék fimm tímabil við mjög góðan orðstír hér á landi með Fjölni, KR, Breiðablik og Val. Hjá Lilleström er Íris Björk Eysteinsdóttir í þjálfarateymi U19 ára liðsins. KSÍ kann þeim stöllum bestu þakkir fyrir aðstoðina við framkvæmd námskeiðsins og einnig Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem var hópnum innan handar og hélt m.a. fyrirlestur á námskeiðinu.

Þjálfararnir sem sitja námskeiðið eru:
- Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
- Bóel Kristjánsdóttir
- Eva Björk Ægisdóttir
- Helga Helgadóttir
- Kristín Ýr Bjarnadóttir
- Margrét Magnúsdóttir
- Margrét María Hólmarsdóttir
- Sigríður Þorláksdóttir Baxter
- Soffía Ámundadóttir
- Sólrún Sigvaldadóttir