• mán. 28. nóv. 2016
  • Fræðsla

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun

A-kvk---Island---Usbekistan-Sincere-Cup-2016---0454

Í dag, mánudag, hefst Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun en að þessu sinni er hún haldin hér á landi. Ráðstefnan er haldin á hverju ári en skipst er á að fjalla um þjálfaramenntun og hæfileikamótun.

Hingað til lands koma fulltrúar frá öllum Norðurlöndum til að kynna sér nýjungar og stöðu mála í hverju landi fyrir sig, skiptast á hugmyndum og bæta samstarf þjóðanna enn frekar. En samskipti og samstarf KSÍ við aðrar Norðurlandaþjóðir hefur verið gott og ánægjulegt um langa hríð. 

Meðal þess sem fjallað er um er kennsla fyrir kennara á námskeiðum (Tutoring the tutor), B Youth þjálfaragráða í Noregi, nýtt fyrirkomulag Færeyinga í þjálfun bestu leikmanna, gagnabanki sem Svíar eru farnir að nota bæði í þjálfaramenntun og hæfileikamótun og C+ þjálfaranámskeið í Finnlandi. Auk þess munu þátttakendur heimsækja Stjörnuna, fylgjast með æfingum yngri iðkenda og kynna sér uppbyggingu félagsins.

Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar.