• mán. 08. apr. 2019
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland mætir Hollandi á þriðjudag

U19 ára landslið kvenna mætir Hollandi á þriðjudag í síðasta leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2019, en leikið er í Hollandi.

Leikurinn fer fram á Sportpark Parkzich og hefst kl. 17:00.

Hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á vef UEFA og á miðlum KSÍ.

Vefur UEFA

Holland er í efsta sæti riðilsins með sex stig á meðan Ísland er í öðru sæti með fjögur stig. Efsta lið riðilsins fer áfram í lokakeppni EM 2019 og geta stelpurnar því tryggt sér sæti þar með sigri.