• fim. 09. maí 2019
  • Landslið
  • U16 kvenna

Fimmtán marka sigur U16 kvenna á Norður-Makedóníu

U16 landslið kvenna mætti Norður-Makedóníu í dag í öðrum leik sínum í UEFA Development Tournament, en leikið er í Króatíu.  Skemmst er frá því að segja að íslenska liðið hafði mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins og vann ótrúlegan 15-0 sigur.  Áður hafði Ísland mætt Búlgaríu og unnið 6-0. Am­anda Jac­ob­sen Andra­dótt­ir skoraði fjög­ur mörk í leikn­um, Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir þrjú mörk og þær Hild­ur Lilja Ágústs­dótt­ir og Aníta Ýr Þor­valds­dótt­ir tvö mörk hvor.

Næsti leikur íslenska liðsins, og sá síðasti í mótinu, er gegn gestgjöfunum, Króatíu, á laugardag.

Staðan og leikirnir í mótinu