• fös. 29. nóv. 2019
  • Landslið
  • U17 kvenna
  • U19 kvenna

Dregið hefur verið í undankeppni EM 2021 hjá U17 og U19 kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið hefur verið í undankeppni EM 2021 hjá U17 og U19 kvenna.

U17 ára landslið kvenna er í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Eistlandi. Riðillinn verður leikinn í Eistlandi 28. september - 4. október 2020.

U19 ára landslið kvenna er í riðli með Finnlandi, Búlgaríu og Georgíu. Riðillinn verður leikinn í Búlgaríu 21.-27. október 2020.

Tvö lið fara áfram í milliriðla hjá bæði U17 og U19.