• fös. 16. jún. 2023
  • Landslið
  • U17 kvenna
  • U19 kvenna

Búið að draga í 1. umferð U17 og U19 kvenna

Búið er að draga í 1. umferð undankeppni EM 2024 hjá U17 og U19 liðum kvenna. Ísland er í A deild í báðum aldursflokkum.

Lið U17 kvenna er í riðli með Póllandi, Írlandi og Noregi. Lið U19 kvenna er í riðli með Serbíu, Belarús og Skotlandi. Ein þjóð í hverjum riðli verður gestgjafi síns riðils. Staðsetning og tímasetning fyrstu umferðanna verður tilkynnt á næstu dögum.

 

Riðlar í 1. umferð hjá U17.

 

Riðlar í 1. umferð hjá U19.

Nánari upplýsingar um U17 á vef UEFA

Nánari upplýsingar um U19 á vef UEFA