• fim. 15. jún. 2023
  • Landslið
  • U19 kvenna
  • U17 kvenna

Dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna

Dregið verður í 1. umferð undankeppni EM U17 og U19 liða kvenna á föstudag.

Byrjað verður á drættinum í U17 og hefst hann klukkan 08:00 að íslenskum tíma. Drátturinn hjá U19 kvenna hefst klukkan 09:00. Hægt verður að fylgjast með báðum dráttunum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Ísland verður í A-deild í báðum aldursflokkum í 1. umferð undankeppninnar. Árangur liðanna í þessari fyrstu umferð mun segja til um hvort liðin haldi sér í A-deild og eigi þar með möguleika á að komast í lokakeppni, eða hvort að liðin falli niður í B-deild.