• fös. 08. des. 2023
  • Landslið
  • U19 kvenna
  • U17 kvenna

Dregið í 2. umferð U17 og U19 kvenna

Ljóst er hverjir mótherjar Íslands verða í 2. umferð undankeppni EM U17 og U19 ára liða kvenna, dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.

U17 lið Íslands er í riðli A2 ásamt Finnlandi, Portúgal og Kósóvó. Riðillinn verður spilaður fyrir 24. mars í einu af löndunum í riðlinum. Það lið sem vinnur sinn riðil kemst á lokamótið sem haldið verður í Svíþjóð 5.-18. maí 2024.

U19 lið Íslands er einnig í riðli A2 ásamt Austurríki, Írlandi og Króatíu. Riðillinn þeirra verður spilaður annað hvort 21.-28. febrúar eða 2.-9. apríl. Það lið sem vinnur sinn riðil kemst á lokamótið sem haldið verður í Litháen 14.-27. júlí 2024.

Nánar má lesa um drátt U17 hér.

Nánar má lesa um drátt U19 hér.