• fös. 17. apr. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19
  • Lög og reglugerðir

Tímabundin lokun félagaskipta vegna COVID-19

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 16. apríl að óska eftir því við FIFA að félagaskiptatímabilið 22. febrúar til 15. maí 2020 verði sett á bið og lokað verði tímabundið fyrir félagaskipti á meðan ekki liggur fyrir hvenær mótahald hefst. Opnað verði fyrir félagaskipti aftur samkvæmt síðari ákvörðun svo félagaskiptatímabilið komi til með að þjóna tilgangi sínum fyrir tímabilið 2020.

Með bréfi frá FIFA, dags. föstudaginn 17. apríl 2020, var beiðni KSÍ um tímabundna lokun félagaskiptagluggans samþykkt. Gerir það að verkum að þær fjórar vikur (28 dagar) sem eftir voru af félagaskiptatímabilinu 22. febrúar til 15. maí verður hægt að nýta þegar fyrir liggur hvenær mótahald hefst.

Frá og með föstudeginum 17. apríl 2020 er því lokað tímabundið fyrir félagaskipti í öllum aldursflokkum en opnað verður á ný samkvæmt síðari ákvörðun, sem tilkynnt verður síðar.

Tengill á dreifibréf

Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net