• mið. 09. sep. 2020
  • Lög og reglugerðir
  • COVID-19
  • Mótamál

Aðgönguskírteini ekki í gildi á meðan fjöldatakmarkanir miðast við færri en 500

Rétt er að árétta að á meðan í gildi eru fjöldatakmarkanir sem miða við færri en 500 (fimm hundruð) áhorfendur á hverju svæði/rými gilda aðgönguskírteini sem gefin eru út vegna keppnistímabilsins 2020 ekki. Þau heimila því ekki endurgjaldslausan aðgang að knattspyrnuleikjum.

Á fundi stjórnar KSÍ 28. maí voru samþykktar tímabundnar breytingar á reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Samþykkt var að á meðan í gildi eru fjöldatakmarkanir sem miða við færri en 500 (fimm hundruð) áhorfendur á hverju svæði/rými gilda aðgönguskírteini sem gefin eru út vegna keppnistímabilsins 2020 ekki og heimila því ekki endurgjaldslausan aðgang að knattspyrnuleikjum.