• fös. 29. maí 2020
  • Mótamál
  • Lög og reglugerðir
  • COVID-19

Fimm skiptingar leyfðar - KSÍ skírteini gilda ekki

Á fundi stjórnar KSÍ 28. maí voru samþykktar tímabundnar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini.  Annars vegar er um að ræða breytingar er snúa að leikmannaskiptingum í efstu deildum karla og kvenna. Hins vegar er um að ræða breytingar á reglum um aðgönguskírteini á meðan í gildi eru fjöldatakmarkanir á áhorfendafjölda á knattspyrnuleikjum.

Keppnistímabilið 2020 verður heimilt að setja fimm varamenn inn í leik í efstu deild karla, efstu deild kvenna, 1. deild karla og bikarkeppni KSÍ. Í hverjum leik er þó aðeins heimilt að nota þrjár leikstöðvanir til skiptinga en einnig er heimilt að nota leikhléið til skiptinga. Sé leikur framlengdur má hvort lið nota einn varamann til viðbótar með því að nota eina leikstöðvun til viðbótar. Einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik framlengingar til skiptinga.

Þá hefur verið samþykkt að á meðan í gildi eru fjöldatakmarkanir sem miða við færri en 500 (fimm hundruð) áhorfendur á hverju svæði/rými gilda aðgönguskírteini sem gefin eru út vegna keppnistímabilsins 2020 ekki og heimila því ekki endurgjaldslausan aðgang að knattspyrnuleikjum.

Reglugerðir

Dreifibréf til félaga

Fundargerðir stjórnar

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net