• þri. 13. okt. 2020
  • Landslið
  • COVID-19

Starfslið A landsliðs karla í sóttkví

Smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tilkynnt að allt starfslið A landsliðs karla fari nú þegar í sóttkví vegna Covid-smits starfsmanns. 

Fulltrúar fjölmiðla eru vinsamlegast beðnir um að bíða átekta á meðan verið er að greina stöðuna og vinna úr upplýsingum.  Frekari upplýsingar verða veittar eins fljótt og mögulegt er.

Eins og staðan er núna bendir ekkert til smits í hópi leikmanna og ekkert sem bendir til þess að leikurinn við Belgíu geti ekki farið fram.