• mið. 23. des. 2020
  • COVID-19
  • Leyfiskerfi

ÍSÍ: Íþrótta og æskulýðsstarfi komið í gegnum Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra héldu á mánudag blaðamannafund í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal þar sem kynntar voru aðgerðir stjórnvalda til stuðnings íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu.  Aðgerðirnar snúa m.a. að greiðslum vegna launakostnaðar félaga og viðbótarframlagi til stuðnings íþróttafélögum.

Úr fréttatilkynningu:

Ráðist verður í aðgerðir til þess að styðja við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19. Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur fjölþætt gildi og er mikilvægt að íþrótta- og æskulýðsfélög geti hafið óbreytta starfsemi sem fyrst þegar faraldrinum lýkur. Þá hefur faraldurinn einnig haft mikil áhrif á starf eldri flokka og afreksstarf í íþróttum. Stuðningur stjórnvalda á þessu sviði verður einn sá mesti á Norðurlöndunum.

Skoða nánar á vef ÍSÍ