• fim. 18. nóv. 2021
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

100 DOTTIR miðar til viðbótar á leikina í Manchester

Úrslitakeppni EM A landsliða kvenna fer fram á Englandi sumarið 2022 og eins og kunnugt er verður Ísland á meðal þátttökuþjóða. Þetta er í fjórða sinn í röð sem íslenska liðið kemst í úrslitakeppni EM (Finnland 2009, Svíþjóð 2013, Holland 2017, England 2022). Miðasala á keppnina í Englandi er í fullum gangi og fer hún fram í gegnum miðasöluvef UEFA.

Allt um EM 2022 á vef UEFA

100 viðbótar DOTTIR miðar á leikina í Manchester

Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst föstudaginn 29. október og stóð til 11. nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins.

DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp, en nú hefur 100 DOTTIR miðum til viðbótar verið úthlutað stuðningsmönnum íslenska liðsins á þessa tvo leiki.  Enn eru til DOTTIR miðar á þriðja leikinn - við Frakka í Rotherham - þannig að stuðningsmenn geta þá keypt DOTTIR miða á alla þrjá leiki íslenska liðsins í riðlinum. 

Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notendaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan.  Sala á þessum DOTTIR miðum opnar á miðasöluvef UEFA kl. 12:00 föstudaginn 19. nóvember og lokar kl. 10:00 þriðjudaginn 23. nóvember.

Kaupa DOTTIR miða á Ísland-Frakkland

  • Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið.
  • Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu).
  • Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 12:00 á föstudag).
  • Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn.

Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum.

Áfram Ísland!