• mán. 18. júl. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Þriðja 1-1 jafnteflið í þremur leikjum

A landslið kvenna hefur lokið keppni á EM 2022 eftir þriðja 1-1 jafnteflið í jafn mörgum leikjum í riðlinum.  Íslenska liðið mætti Frakklandi í Rotherham og náði franska liðið forystu strax á fyrstu mínútu leiksins.  Frakkarnir sóttu meira, en íslenska vörnin varðist af krafti og sóknarlínan komst nálægt því að skora, m.a. átti Sveindis Jane Jónsdóttir skalla í þverslá franska marksins.  Jöfnunarmarkið kom á lokamínútu uppbótartíma, þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði úr vítaspyrnu efttir að brotið hafði verið á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.  Þar við sat og íslenska liðið gerði því þrjú 1-1 jafntefli, sem dugði því miður ekki til að komast í 8-liða úrslit.

Allt um EM 2022