• mán. 18. júl. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Ertu að fara á leikinn gegn Frökkum í dag?

Skilaboð til þeirra sem eru að fara á leik Íslands gegn Frakklandi í Rotherham í dag.

Undirbúðu þig fyrir mikinn hita

- Spáð er 34°C í Rotherham meðan á leik stendur.

- Leyfilegt er að taka 50ml sólarvörn á leikinn.

- Vertu með sólgleraugu og hatt/derhúfu.

- Mundu að drekka nóg vatn í allan dag.

- Leyfilegt er að taka eina 500ml glæra einnota plastflösku með inn á leikvanginn, tappar verða teknir af flöskum við inngang.

- Töskur og pokar sem eru stærri en A4 blað (210x297mm) eru ekki leyfðar inn á leikvanginn. Leggðu töskuna þína á A4 blað til að kanna stærðina ef þú ert í vafa.

Mættu tímanlega á völlinn

- Hliðin opna klukkan 18:00

Hafðu miðann tilbúinn

- Sæktu UEFA mobile tickets appið. Eina leiðin til að sækja miðann er í gegnum þetta app.

- Ef þú ert með miða fyrir fleiri en þig í þínu appi verður þú að mæta á völlin með þeim einstaklingum.

Rotherham Fan Party

- Fan partýið í Rotherham opnar klukkan 14:00 í miðbæ Rotherham.

- Mættu tímanlega til að taka þátt í öllu fjörinu fyrir leik.

Fyrir nánari upplýsingar um allt sem viðkemur leiknum skaltu sækja UEFA Women's Euro 2022 Appið

Allt um EM 2022