• lau. 16. júl. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Mæta Frökkum í Rotherham á mánudag

A landslið kvenna mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlakeppni EM 2022 á mánudag.  Leikið verður í Rotherham og hefst leikurinn kl. 19:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á RÚV.  Á sama tíma mætast Ítalía og Belgía í Manchester og er ljóst að lokaumferðin verður spennandi.

Frakkar eru öruggir með efsta sæti riðilsins og með sigri gegn franska liðinu er það íslenska öruggt áfram í 8-liða úrslit, en jafntefli gæti líka dugað ef úrslit eru hagstæð í leik Ítalíu og Belgíu, þ.e. ef honum lýkur einnig með jafntefli.

Allt um EM 2022