• fim. 02. des. 2021
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Næsti miðasölugluggi er í febrúar

Eins og kunnugt er leikur A landslið kvenna í úrslitakeppni EM 2022 á Englandi næsta sumar.  Miðasala á keppnina fer öll fram í gegnum miðasöluvef UEFA og voru miðasölugluggar opnir í október og nóvember. 

Um tvenns konar miðasöluglugga var að ræða.  Annars vegar almennan glugga, þar sem hægt var að sækja um miða á alla leiki keppninnar (BALLOT), þ.e. á leiki Íslands jafnt sem aðra leiki.  Hins vegar sérstakan glugga fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins - í sérstakt stuðningsmannasvæði Íslands á hverjum leikvangi, svokallaða DOTTIR miða. 

Í fyrri DOTTIR glugganum seldist allt upplagið hratt upp á leikina tvo í Manchester, 600 miðar, sem leiddi til þess að Ísland fékk úthlutað 100 DOTTIR miðum til viðbótar á þá leiki og seldust þeir einnig fljótt upp.  DOTTIR upplagið á leikinn í Rotherham, 1000 miðar, seldist hins vegar ekki upp og því færðust þeir DOTTIR miðar sem ekki seldust á þann leik í almenna sölu.

Næsti miðasölugluggi er skv. upplýsingum frá UEFA um miðjan febrúar (dagsetning óstaðfest) þar sem þeir miðar sem hafa ekki gengið út af ýmsum ástæðum verða seldir, og verður um "fyrstir koma, fyrstir fá" fyrirkomulag að ræða.

Allar upplýsingar um miðasölu á keppnina er að finna á miðasöluvef UEFA.

Allt um úrslitakeppni EM á vef UEFA