• fim. 23. des. 2021
  • Landslið

Kári og Sveindís Jane á meðal 10 efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021

Kári Árnason og Sveindís Jane Jónsdóttir eru á meðal 10 efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021.

Þau voru á dögunum útnefnd sem Knattspyrnufólk ársins 2021 af Leikmannavali KSÍ. 

Íþróttamaður ársins verður valinn miðvikudaginn 29. desember, en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Það eru meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna sem taka þátt í kjörinu. Sara Björk Gunnarsdóttir er ríkjandi Íþróttamaður ársins.