• mán. 17. jan. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Hægt að kaupa hópamiða á leiki á EM 2022

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur tilkynnt að mögulegt verði fljótlega að kaupa hópamiða (Group Booking Window) á leiki í úrslitakeppni EM A landsliða kvenna, sem fram fer á Englandi á komandi sumri. Ekki hefur þó verið gefin út nákvæm dagsetning á því hvenær opnað verður fyrir þann möguleika, en öll miðasala á leikina fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA og er fólk hvatt til að skrá sig þar til að fylgjast með og fá tilkynningar.

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um er Ísland á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM - í fjórða skiptið í röð.  Rétt er að geta þess að uppselt er á fyrstu tvo leiki íslenska liðsins, sem fram fara í Manchester, en til eru miðar á þriðja leikinn í riðlinum sem fram fer í Rotherham og því kjörið fyrir hópa að skella sér á þann leik.

Jafnframt hefur UEFA upplýst að almenn miðasala sem opna átti um miðjan febrúar, færist líklega yfir í mars.

Miðasöluvefur UEFA

A landslið kvenna á vef KSÍ