
Lokaspretturinn hefst mánudaginn 28. mars
Mánudaginn 28. mars hefst lokaspretturinn í miðasölu fyrir úrslitakeppni EM 2022, en eins og íslensku knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um er A landslið kvenna þar á meðal þátttökuliða og er það í fjórða sinn í röð sem Ísland kemst í lokakeppni EM kvenna.
Miðasalan fer sem fyrr öll fram á miðasöluvef UEFA og eru þau sem ekki hafa nú þegar tryggt sér miða á leikina hvött til að skrá notendaaðgang þar til að fá tilkynningar um opnun miðasölunnar. Fylgist einnig með á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland) og EM 2022 (@uefawomenseuro).
Um verður að ræða “fyrst koma, fyrst fá” fyrirkomulag og er ljóst að það eru ekki margir miðar eftir á fyrstu tvo leiki Íslands í riðlakeppninni, gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester, en nokkuð er til af miðum á þriðja leikinn, gegn Frakklandi í Rotherham.
Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna